Námskeið
LífsGæði bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem stuðla að eflingu samskipta og skerpa á mannlegri hæfni. Námskeiðin eru einskonar verkfæri til að hjálpa fólki við að finna og tileinka sér áhrifaríkar leiðir til árangurs.
Lagt er til vandað námsefni, sem hefur sannað ágæti sitt bæði hérlendis og erlendis. Námskeiðin byggja á þeim grunni að efla samskipti og tileinka sér uppbyggjandi viðmið og gildi í daglegu lífi.
Efling samskipta
Grunnnámskeið í mannlegum samskiptum með áherslu á sjálfsþekkingu. Manngerðirnar eru greindar í fjóra meginþætti með persónuleikakönnun þar sem sýnt er fram á að hver og einn hefur ákveðna eiginleika og þarfir. Við eflumst í samskiptum og náum góðum árangri ef við þekkjum okkur sjálf jafnt sem aðra og hverjar þarfir okkar eru. Námskeiðin eru einnig kennd innan vinnuhópa með það fyrir augum að efla samstarf og samskipti á vinnustaðnum.
Efling og ávinningur trausts í samskiptum
Á námskeiðinu skilgreinum við hvað heilindi er, hvers vegna hún er mikilvæg og gefum fólki tækifæri til að bæta eigin heilindi. Fólk fæ innsýn inn í hegðunarmynstur annars fólks og hvers vegna það er mikilvægt að reyna að skilja viðhorf annara áður en maður reyna að koma sitt á framfæri. Síðan er fólki leyft að æfa það að aflast þekkingu á aðra. Loksins kynnum við fyrir því hvernig má temja sér opin samskipti og veita tækifæri til æfingar
Efling samvinnu innan vinnuhóps
Góður vinnuhópur leiðir til ánægjulegs samstarfs og árangurs í starfi! Á namskeiðinu lærir fólk hvernig hægt er að ná góðum árangri hjá vinnuhópi í fyrirtæki eða félagi.
Að skilja ástina í lífi sínu
Stefnt er að því að efla samskipti milli hjóna/para, sýna gagnkvæman skilning og mæta þannig betur þörfum hvors annars. Þannig verður sambúðin kærleiksríkari, ánægjulegri og meira gefandi.
Efling samskipta innan fjölskyldunnar
Fræðsla sem nýtist vel við að móta ákveðna lífsstefnu. Stefnt er að því að byggja upp traust samband milli forráðamanna og barna sem mikilvægt er að haldi í gegnum unglingsárin og áfram. Kennslunni er ætlað að stuðla að farsælu heimilislífi og þekkingu á hvernig mæta má þörfum barnanna.
Að þroska eigin leiðtogahæfileika.
Mótun leiðtogahæfni. Leitast er við að efla og hvetja stjórnendur og leiðtoga til uppbyggjandi forystu. Slæm samskipti eru einna algengasti vandinn sem við er að eiga innan fyrirtækja og stofnana. Of mikil harka, gagnrýni og yfirgangur stjórnenda skapa oft vandamál á vinnustöðum. Námskeiðið þjálfar stjórnendur í að leiða hóp að settum markmiðum á árangursríkan hátt.
Efling trúarlegra samskipta.
Upphaf gæðalífs. Grundvöll fyrir betra líf sem mun sýna sig í betri samskiptum við aðra, í betri tökum á sjálfum okkur og í öruggari viðhorf til framtíðarinnar.
Líf í jafnvægi
Tækifæri til að kanna dýpri svið persónulegs jafnvægis ásamt öðrum sem eru að leita þess sama og þú.